„Þetta er bara rugl“

147 sinnum fékk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins útköll á sjúkrabíla sl. sólarhring og þykir starfsfólki þar komið nóg. „Þetta má fara niður en ekki upp. Þetta er bara rugl,“ segir í Facebook-færslu slökkviliðsins. 

Á dagvaktinni fóru sjúkrabílar í 105 útköll en næturvaktin sinnti 41 sjúkraflutningi. 

Í samtali við mbl.is í gær sagði Sig­ur­jón Hendriks­son, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, að aldrei hefði sjúkraflutningum fjölgað jafn mikið og á milli áranna 2020 og 2021. Fjölg­un­in nem­ur þeim flutn­ing­um sem ein áhöfn á sjúkra­bíl gæti sinnt með því að vera að störf­um alla virka daga allt árið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert