Útlit fyrir mýkri lendingu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir hagþróun á fyrri hluta ársins gefa tilefni til bjartsýni um hraðari viðsnúning í hagkerfinu en útlit var fyrir. Með því sé sagan að endurtaka sig og hagkerfið að vaxa umfram spár.

„Þetta sýndi sig til dæmis þegar við fórum fram úr öllum spám um vöxt ferðaþjónustunnar mörg ár í röð og er mögulega að sýna sig nú þegar á þessu ári, þegar við virðumst ætla að fara fram úr eldri spám,“ segir Bjarni og bætir því við að ríkisskuldir stefni í að aukast minna í kórónukreppunni en óttast var.

Fjallað er um áhrif kórónukreppunnar á ríkisskuldirnar í Morgunblaðinu í dag. Heildarskuldir hafa aukist um nærri 500 milljarða króna frá febrúar í fyrra, eða um vel á aðra milljón króna á hvern landsmann. Spurður hvaða áhrif þessi skuldasöfnun muni hafa á þjóðarbúskapinn á næstu árum segir Bjarni forgangsmál að auka landsframleiðsluna og með því ná niður atvinnuleysinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert