SvetlanaTsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, er komin til Íslands. Hún er hér í boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Tsikhanouskaya og Guðlaugur Þór funda nú í utanríkisráðuneytinu.
Eftir fundinn í utanríkisráðuneytinu heimsækir Tsíkanovskaja Alþingi og ræðir þar við bæði forseta Alþingis og þingmenn. Að því búnu koma þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra saman til fundar.