Ríkið vill eiga landið

Kelduhverfi. Jarðirnar sem um ræðir voru í Kelduneshreppi.
Kelduhverfi. Jarðirnar sem um ræðir voru í Kelduneshreppi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Eigendur yfir 20 jarða í Kelduhverfi eiga í deilu við ríkið um eignarhald á mörgum hundruðum hektara lands sem þeir telja vera hluta jarða sinna. Nú rúmum þremur árum eftir að ríkið stefndi bændunum er málið aftur komið á byrjunarreit.

Hjörleifur B. Kvaran hrl. er lögmaður hluta landeigenda. Hann sagði að bændur í Kelduneshreppi hefðu árið 1939 afsalað Sandgræðslu ríkisins, síðar Landgræðslu ríkisins, lítt grónu landi til uppgræðslu. Landspildunum sem ríkið fékk var aldrei skipt út úr viðkomandi jörðum og hafa landeigendur greitt af þeim opinber gjöld alla tíð.

Uppgræðslan tókst ágætlega og árið 1967 afhenti landgræðslustjóri nokkrum jarðeigendum aftur alls 209 hektara fullgróins lands. Deilt hefur verið um hvort landinu hafi verið skilað eða það einungis afhent til afnota, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta þrætuepli í Morgunblaðinu í dag.

Ríkið stefndi yfir 20 eigendum jarða í apríl 2018 og krafðist þess að staðfestur yrði eignarréttur ríkisins á landinu sem bændurnir afsöluðu Sandgræðslunni til uppræðslu. Nokkrir jarðeigendur gagnstefndu ríkinu til viðurkenningar á því að þeir ættu landið sem þeim var afhent eftir uppgræðsluna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert