Var farinn að búa sig undir að deyja

„Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að …
„Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að myndi finnast á lífi,“ segir hann í viðtalinu og kemur varla í orð hversu þakklátur hann er björgunarfólkinu sem bjargaði lífi hans. Ljósmynd/Lögreglan

„Mér skrikaði fótur og ég lenti með höfuðið á steini og rotaðist. Ég veit ekki hversu lengi ég var meðvitundarlaus en ég vaknaði í svartaþoku og sá ekki neitt. Veðrið hafði gjörbreyst. Ég vissi ekki hvar ég var, endaði á að ganga í kolranga átt og var bara alveg týndur.“

Þetta sagði Scott Estrill, bandaríski ferðamaðurinn sem týndist við Fagradalsfjall í lok júní, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Hjónin Scott og Becky Estrill komu hingað til lands í síðasta mánuði til þess að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmælið sitt. Þau ákváðu að fara að eldgosinu, enda hafa þau farið í fjöldann allan af göngum úti í heimalandinu. Þau höfðu hins vegar, þangað til nú, aldrei orðið viðskila og ljóst að það gerist ekki aftur í bráð.

Scott var týndur í um 30 tíma og segist hafa verið á lokametrunum þegar hann fannst. Hann þjáðist að vökvaskorti og nýrun voru farin að gefa sig. Hann segist í rauninni hafa verið farinn að búa sig undir að deyja.

„Veðrið hafði gjörbreyst. Ég vissi ekki hvar ég var, endaði …
„Veðrið hafði gjörbreyst. Ég vissi ekki hvar ég var, endaði á að ganga í kolranga átt og var bara alveg týndur,“ segir Scott. mbl.is/Einar Falur

Hélt hann yrði allur ef hann fyndist

„Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að ég myndi finnast á lífi,“ segir hann í viðtalinu og kemur varla í orð hversu þakklátur hann er björgunarfólkinu sem bjargaði lífi hans.

„Hefði leitarfólkið gefist upp klukkutíma fyrr væri ég ekki hér,“ segir hann og ítrekar hversu mikilvægt það er að gefast ekki upp.

Þar að auki sé stuðningurinn og hugulsemin frá íslensku þjóðinni eitthvað sem hann muni seint gleyma og hann ætli aftur til Íslands með fjölskyldu sinni um leið og hann getur, en hann er enn í bataferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert