Kostar milljarð að breyta húsnæðinu

Húsnæðið hýsti áður verslunina Adam og Evu.
Húsnæðið hýsti áður verslunina Adam og Evu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ekki spurning að það vantar leikskólaplass og það eru 700 börn á biðlista en þetta er einhvers konar örvænting að kaupa þessa hjálpartækjarbúð og ætla að breyta henni í leikskóla og stytta sér leið.

Þá kemur upp gamla máltækið: „Betri er krókur en kelda“,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í samtali við Morgunblaðið.

Borgarráð samþykkti í nóvember síðastliðnum að kaupa húsnæði við Kleppsveg og er markmiðið að breyta húsnæðinu í leikskóla fyrir 120 til 130 börn búsett í Laugardal og Vogabyggð.

Húsið hýsti áður kynlífstækjaverslunina Adam & Evu en áætlað er að kostnaðurinn við að breyta húsnæðinu í leikskóla verði 989 milljónir. Samkvæmt frumkostnaðaráætlun átti kostnaðurinn að nema 623 milljónum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert