Sunnudagsumferð var án teppa og tafa

Umferð við lúpínulandið á Geithálsi ofan við Reykjavík um kvöldmatarleytið …
Umferð við lúpínulandið á Geithálsi ofan við Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. mbl.is/Jón Helgi

Margar og fjölmennar samkomur voru haldnar um helgina, þar sem fólk meðal annars fagnaði afléttingu samgöngutakmarkana. Gott veður var víðast hvar og ekki yfir neinu að kvarta. Í Eyjum var Goslokahátíð, Írskir dagar á Akranesi og N1-mótið á Akureyri. Þá mátti á Suðurlandi sjá að fjöldi fólks var í sumarhúsabyggðum og á tjaldsvæðum. Svo lauk leik og stöðug umferð bíla var til borgarinnar í gær, án þess að teppur og tafir mynduðst.

Háværar drunur sem heyrðust víða á Suðurlandi seint á föstudagskvöld voru bónus til ferðamanna, sem veltu fyrir sér hvaðan hljóðin kæmu. Líklegasta skýringin er sú að þarna hafi lofsteinn borist inn í gufuhvolfið, eða svo segja vísindamenn á Veðurstofu Íslands.

Í sama ranni er því spáð að í dag verði skýjaloft og lítils háttar væta víðast hvar á landinu. Líkur á stöku síðdegisskúrum á Norðurlandi, þar sem hiti gæti náð allt að 20 stigum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert