Söngur ómaði vítt um grundir á Oddahátíð sem haldin var á hinu forna frægðarsetri á Rangárvöllum um helgina. Tónlistaratriðin voru mörg og til þeirra vandað á alla lund.
Meðal annars söng Kammerkór Suðurlands og flest söngfólkið var í íslenskum þjóðbúningum.
Úr Fljótshlíðinni komu, frá vinstri talið, Ingibjörg Sigurðardóttir, þá mæðgurnar Kristín Anna Thorlacius Jensdóttir og Auður Friðgerður Halldórsdóttir og séra Sigríður Kristín Helgadóttir, sem er sóknarprestur á Breiðabólstað.