Tvö smit innanlands, bæði utan sóttkvíar

Frá Keflavíkurflugvelli. Þar fara óbólusettir farþegar sem ekki eiga fyrri …
Frá Keflavíkurflugvelli. Þar fara óbólusettir farþegar sem ekki eiga fyrri sögu um sýkingu af Covid-19 í skimun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðan á fimmtudag, bæði utan sóttkvíar. Annað smitið greindist á fimmtudag og hitt á laugardag. 

Tölur yfir smit eru nú uppfærðar á mánudögum og fimmtudögum og liggja á þessum dögum fyrir upplýsingar um smit dagana áður. 

Töluvert fleiri smit greindust á landamærunum en innanlands. Þrjú virk smit greindust á landamærunum í gær, eitt á laugardag, tvö á föstudag og tvö á fimmtudag. Alls hafa því greinst átta virk smit á landamærunum síðan tölur yfir smit voru síðast uppfærðar.

Um 7.000 sýni hafa verið tekin síðan tölurnar voru síðast uppfærðar, langstærstur hluti sýnanna hefur verið tekinn í tengslum við landamæraskimun.

Einn á sjúkrahúsi

Einn er nú inniliggjandi á spítala með Covid-19, 28 eru í einangrun 80 í sóttkví og 2.064 í skimunarsóttkví. Nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa sl. 14 daga er í 2,5 en nýgengi landamærasmita er í 6,3.

Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, eða 20, en tveir á Suðurlandi. Þá eru tveir óstaðsettir í einangrun. 66 eru í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu og 13 á Suðurlandi.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert