„Bleiki fíllinn snýst ekki um eina hátíð á ári“

Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn var stofnaður árið 2012 og hef­ur það …
Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn var stofnaður árið 2012 og hef­ur það að mark­miði að fræða þjóðhátíðargesti um samþykkt kyn­líf. Átakið hef­ur verið mjög sýni­legt á hátíðarsvæðinu frá stofn­un og hafa til að mynda marg­ar hljóm­sveit­ir og lista­menn komið fram merkt átak­inu í daln­um.

Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn segir yfirlýsingu þjóðhátíðarnefndar ÍBV veita von um að stórir hlutir geti „farið að gerast í stað endalausra hænuskrefa“. 

Nefndin sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki stýra brekku­söngn­um á Þjóðhátíð í Eyj­um og ekki koma fram á hátíðinni.

„Bleiki fíllinn snýst ekki um eina hátíð á ári né snýst hann um einn tónlistarmann. Við  berjumst gegn þeirri ofbeldismenningu sem hefur verið við lýði alltof lengi og trúum að samfélagið allt vilji taka þátt í þeirri baráttu,“ segir í yfirlýsingu forvarnahópsins. 

Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn var stofnaður árið 2012 og hef­ur það að mark­miði að fræða þjóðhátíðargesti um samþykkt kyn­líf. Átakið hef­ur verið mjög sýni­legt á hátíðarsvæðinu frá stofn­un og hafa til að mynda marg­ar hljóm­sveit­ir og lista­menn komið fram merkt átak­inu í daln­um.

Greint var frá því fyr­ir helgi að Ingó myndi stýra brekku­söngn­um. Í kjöl­farið sendu Öfgar, hóp­ur kvenna á sam­fé­lags­miðlin­um Tikt­ok, frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þær gagn­rýndu ákvörðun þjóðhátíðar­nefnd­ar. Um helg­ina birti hópurinn fjölda frá­sagna kvenna þar sem þær saka þjóðþekkt­an tón­list­ar­mann um að hafa beitt sig kyn­ferðisof­beldi. 

Bleiki fíllinn sendi frá sér stutta tilkynningu eftir að þjóðhátíðarnefnd greindi frá því 2. júlí að Ingó myndi koma fram á hátíðinni.Við trúum þolendum og stöndum með þeim. Við erum að funda og munum senda frá okkur yfirlýsingu bráðlega,“ segir í færslu á facebooksíðu hópsins 3. júlí. Ekkert heyrðist hins vegar frá hópnum fyrr en tilkynnt var í gær að Ingó kæmi ekki fram á þjóðhátíð. 

Ingó hefur sagst ætla að leita réttar síns og er hann ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert