Enski boltinn áfram á vettvangi Símans

AFP

Síminn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á enska boltanum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Útboði á réttinum til sýninga hér á landi lauk í gær og laut það að réttinum til næstu þriggja ára eftir að núverandi sýningarrétti Símans á þessu efni lýkur vorið 2022. Þýðir það að áskrifendur að Sjónvarpi Símans munu hafa aðgang að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar til vormánaða 2025.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, vill ekki staðfesta að fyrirtækið hafi tryggt sér réttinn. „Okkur hefur verið boðið til áframhaldandi samningaviðræðna við FAPL sem á og selur réttinn og gerum við ráð fyrir að ganga frá samningi um sýningarréttinn á næstunni.“

Spurður hvort Síminn telji sig fá sýningarréttinn á góðum kjörum segir Orri að honum sé ekki heimilt að tjá sig um þær upphæðir sem séu í spilinu en að Síminn sé mjög ánægður með þá línu sem liggi fyrir í kjölfar útboðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert