Gígurinn fylgir ekki flæðinu

Hraunið hefur runnið niður í gegnum Nátthaga og gátu gestir …
Hraunið hefur runnið niður í gegnum Nátthaga og gátu gestir á gosstöðvunum í gær séð hversu stutt er til hafs og að Suðurstrandarvegi. mbl.is/Unnur Karen

„Mér finnst eitt það at­hygl­is­verðasta við þetta gos vera að það virðast ekki vera bein tengsl á milli hraun­flæðis­ins og virkn­inn­ar í gígn­um,“ sagði Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, um eld­gosið í Geld­inga­döl­um og breyt­ing­ar sem hafa sést í virkni gígs­ins.

„Ef við för­um að sjá bein tengsl þar á milli geta breyt­ing­ar á gíg­virkn­inni farið að segja okk­ur eitt­hvað um breyt­ing­ar á heild­ar­hegðun goss­ins. Á meðan þetta er svona aðskilið þá held­ur bara gosið áfram þótt það sé eitt­hvert sjón­arspil í gígn­um.“

Hann sagði að gíg­ur­inn væri í sín­um fasa. Það sem stjórni breyti­legri hegðun hans séu fyrst og fremst breyt­ing­ar í efstu 100 metr­um gos­rás­ar­inn­ar. Ef þar er ein­hvers kon­ar miðlun­ar­geym­ir og lög­un hans breyt­ist breyt­ist út­streymið. Þor­vald­ur tel­ur að mögu­lega hafi þessi hluti gos­rás­ar­inn­ar breikkað og geym­ir­inn stækkað. Því taki það nýja kviku lengri tíma að fylla á tank­inn og á meðan detti allt í dúna­logn í gígn­um. Þegar tankur­inn fyll­ist og virkn­in fer aft­ur af stað tæm­ist tankur­inn að miklu leyti og svo koll af kolli. Hlé­in milli hrina verða lengri vegna þess að tankur­inn hef­ur stækkað. Tankur­inn hafi lík­lega verið þrengri, en jafn hár og nú, þegar kvikustróka­virkn­in var tíðari. Á meðan streymi kvika út í hraunið eft­ir hraun­rás­um und­ir yf­ir­borði.

„Þessi gos­rás er í raun 17 kíló­metra löng. Þótt þum­all­inn sé aðeins sett­ur á stút­inn allra efst þá hef­ur það lít­il áhrif á 17 km dýpi. Það þurfa að verða veru­leg­ar breyt­ing­ar á öllu aðfærslu­kerf­inu til að stoppa hraunkvik­una í að koma upp.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert