Biðlistar, bankar og brigðult dómskerfi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði hversu mörg kynin væru að mati …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði hversu mörg kynin væru að mati forsætisráðuneytisins. Samsett mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði fram sextán skriflegar fyrirspurnir í gær og óskaði eftir svörum ráðherra. Hann vildi meðal annars vita hver tók ákvörðun um að kalla ferðaávísun ríkisins „ferðagjöf“, hvernig neysluskammtur fíkniefna væri skilgreindur og hvort fjórði orkupakkinn lægi fyrir. Hann spurði líka hversu mörg kyn væru að mati forsætisráðuneytisins.

Logi Einarsson gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir kyrrstöðu í heilbrigðismálum og hélt því fram að það væri vegna þess að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gætu ekki unnið saman. Katrín sagði það rangt að kyrrstaða hafi verið í heilbrigðismálum á kjörtímabilinu og bætti við að hún ætlaði ekki að fara í stjórnarmyndunarviðræður við háttvirtan þingmann í þessum óundirbúnu fyrirspurnum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir að skýla sér bak við Covid þegar biðlistar í heilbrigðiskerfinu voru ræddir og spurði hvers vegna hún vildi ekki gera samninga við einkaaðila.

Andrés Ingi Jónsson spurði Katrínu hvort hægt væri að treysta því að VG láti ekki einkavæða Landsbankann eins og Íslandsbanka. Katrín svaraði að samkvæmt stefnu VG skyldi ríkið eiga Landsbankann. Ekki nauðsynlega alla bankana.

Inga Sæland vakti athygli á því í sinni fyrirspurn að fólk sem orðið hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi leiti til dómstóls götunnar því dómskerfið bregðist því. Hún telur þetta ógna réttarríkinu. Einstaklingar fái ekki tækifæri til að svara fyrir meint brot. „Mér finnst ekki hægt að taka fólk úr umferð án dóms og laga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert