Ákærður eftir framsal frá Íslandi til Noregs

Lögreglan náði að tengja málin saman árið 2019 en fram …
Lögreglan náði að tengja málin saman árið 2019 en fram að því höfðu þau verið óleyst mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður sem var handtekinn á Íslandi um páskana og framseldur til Bergen í Noregi hefur verið ákærður fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir og rán sem áttu sér stað þar í landi árið 2015. Hann hefur játað sök.

Hann var eftirlýstur um allan heim vegna málsins þegar hann var handtekinn hér á landi. Réttarhöld yfir honum hefjast fjórða október.

Um er að ræða 37 ára einstakling frá Póllandi og er hann ákærður fyrir að ráðast á auðjöfurinn og listaverkasalann Reidar Olsen og mann að nafni Petter Slengesol í Bergen með níu mánaða millibili árið 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert