Borgin mun rannsaka vöggustofur

mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavík stefnir á að rannsaka starfsemi vöggustofa sem voru starfræktar á árunum 1949-1973 í borginni.

Ákvörðunin var tilkynnt fyrr í dag eftir að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fundaði með fimm mönnum sem höfðu allir verið vistaðir á vöggustofu sem börn.

Mennirnir sem um ræðir heita Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertsson. Höfðu þeir áður sent borgarstjóra greinargerð sem innihélt óhugnanlegar lýsingar á starfseminni og fóru þeir fram á að frekari rannsókn yrði gerð á málinu.

Fimmmenningarnir lýsa starfsemi vöggustofanna sem andlegu og líkamlegu ofbeldi. Bæði umhverfið og starfsaðferðirnar voru ómanneskjulegar og telja þeir nauðsynlegt að rannsaka til hlítar þær aðferðir sem var beitt við uppeldi.

hmr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert