Færri styðja Ingó

Færri hafa nú skrifað undir listann þar sem Ingó er …
Færri hafa nú skrifað undir listann þar sem Ingó er sýndur stuðningur. Ljósmynd/Mummu Lú

Tæplega þúsund fleiri nöfn er nú að finna í undirskriftasöfnuninni þar sem þjóðhátíðarnefnd er beðin um að endurskoða ekki þá ákvörðun að afboða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, á þjóðhátíð. 

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti á mánudag að Ingó myndi ekki stýra hinum víðfræga brekkusöng þjóðhátíðar í ár. Ákvörðun nefndarinnar byggist á því að tugir nafnlausra frásagna eru nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem Ingólfur er sakaður um að brjóta kynferðislega á ungum stúlkum.

Listinn, sem var stofnaður í gær, er nú með tæplega 2.500 undirskriftir en ætla má að hann hafi birst sem mótsvar við öðrum lista sem komst á laggirnar í fyrradag til stuðnings Ingólfi. Sá fyrri var stofnaður af Tryggva Má Sæmundssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍBV, en hann vill hvetja þjóðhátíðarnefnd til að endurskoða ákvörðun sína um að afbóka Ingó veðurguð á þjóðhátíð í ár. Tæplega 1.700 manns hafa nú skrifað undir fyrri listann.

Afbókunin ekki mannréttindabrot

Þeir sem vilja ekki fá Ingólf til að stýra brekkusöngnum í ár vísa til þess að ekki sé brotið á mannréttindum Ingólfs þótt engin kæra liggi enn fyrir í málinu. Þykir afbókunin eðlileg viðbrögð við þeirri samfélagsumræðu sem hefur átt sér stað undanfarna daga.

Listinn til stuðnings Ingó telur aftur á móti „ótækt að dómstóll götunnar stjórni“ því hverjir komi fram. Er þá meðal annars vitnað í að enginn hafi enn stigið fram undir nafni og að lögreglurannsókn standi ekki yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert