„Þessu gosi er ekki lokið“

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Einar Falur

Glóð sást í gígn­um í Geld­inga­döl­um um miðnætti í gær­kvöldi eft­ir u.þ.b. tveggja sól­ar­hringa hlé á óróa í eld­gos­inu. 

Sigþrúður Ármanns­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir að vel sé fylgst með óró­an­um í gos­inu, en frá 28. júní hef­ur gosóró­inn rokkað upp og niður. 

„Það fór að sjást í glóð í gígn­um og það var fram eft­ir nóttu. Svo breytt­ist óró­inn enn þá aft­ur og við hætt­um að sjá þessa glóð en núna er þoka á svæðinu og ómögu­legt að sjá eitt­hvað,“ seg­ir Sigþrúður. 

Hún seg­ir lík­legt að þegar hraun flæði ekki úr gígn­um fari það eft­ir rás­um und­ir eldra hrauni á svæðinu. 

„Málið er að þessu gosi er ekki lokið og það eru lík­ur á því að það sé að renna und­ir gamla hraun­inu og stund­um nær það að sulla aðeins uppi. Mér finnst það lík­legt því þessi glóð kem­ur alltaf annað slagið,“ seg­ir Sigþrúður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert