Áætlað að skipa starfshóp um framtíð tilraunastöðvarinnar

Tilraunastofan Keldum.
Tilraunastofan Keldum. Eggert Jóhannesson

Jón Atli Benediktsson, rektor við Háskóla Íslands, segir að háskólinn sé byrjaður að ræða við forsvarsmenn Keldna um framtíðaráform starfseminnar. Í ljósi þess að Keldnalandið hefur verið fært félaginu Betri samgöngur ohf. til að fjármagna borgarlínuna er tilraunastöðin þar í mikilli óvissu.

Keldur eru því ekki í aðstöðu til að bæta við húsakost sinn eins og áætlað var, enda myndi tilraunastöðin sjálf þurfa að kosta niðurrif eða brottflutning slíks húsnæðis þegar borgin krefðist.

Jón Atli segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið að sumarleyfi loknu. „Tengslin við Keldur eru talsvert mikil. Háskólinn skipar stjórnina og forstöðumaður er með prófessorstöðu við læknadeild og það er sérstakur samningur milli Háskólans og tilraunastöðvarinnar sem var endurnýjaður í fyrra,“ segir Jón en bendir á að um Keldur gildi sérstök lög og tilraunastöðin sé með sína eigin forsvarsmenn, því hafi háskólinn ekki beitt sér í málinu með beinum hætti til þessa.

Starfsemin á Keldum er mjög mikilvæg að mati Jóns Atla, bæði fyrir háskólann og fyrir íslenskt samfélag. Þar er rannsóknarstarf, kennsla og ýmis önnur verkefni á vegum Háskóla Íslands, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert