Enn þá virkni í gosinu

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er gosóró­inn í Geld­inga­döl­um í dvala. Ekk­ert hraun hef­ur flætt úr gíg eld­goss­ins síðan 5. júlí, en um er að ræða lengsta hlé goss­ins frá því það hófst í mars. 

„Óró­inn er enn þá niðri eins og er, hann er ekk­ert að stíga upp. Það er þoka svo maður sér lítið í mynda­vél­un­um, en það sást glóð um klukk­an 2 í nótt og það er enn þá hraun að renna und­an gígn­um. Það er enn þá ein­hver virkni í gangi,“ seg­ir Lovísa Mjöll Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands. 

Lovísa seg­ir of snemmt að segja til um það hvort að hegðun goss­ins hafi breyst eða hvort að virkn­in hafi minnkað. 

„Það er of snemmt að segja því hraunið er enn að fara eft­ir þess­um lokuðu rás­um und­an gígn­um og við erum ekki kom­in með nýj­ar mæl­ing­ar frá Há­skól­an­um um hversu mikið af hrauni hef­ur komið upp, við bíðum spennt eft­ir þeim töl­um. Það er of snemmt að segja til um hvort það sé að hægja á þessu eða ekki á meðan það er ekk­ert að koma upp úr gígn­um,“ seg­ir Lovísa. 

Lítið fyr­ir ferðamenn að sjá á svæðinu 

Lovísa seg­ir að von sé á mæl­ing­um Há­skóla Íslands á rúm­máli hrauns­ins á næstu dög­um. Mæl­ing­arn­ar eigi að geta gefið vís­bend­ing­ar um fram­haldið. Koma verði í ljós hvernig gosið eigi eft­ir að haga sér á næst­unni. 

„Það virðist sem þetta sé eitt­hvað nýtt. Það byrj­ar 28. júní að fara upp og niður en núna frá 5. júlí er þetta í fyrsta skiptið svona langt bil. Það er spurn­ing hvort þetta haldi áfram svona og taki sig svo aft­ur upp, eða hvort þetta verði bara svona; að það flæði bara und­an gígn­um,“ seg­ir Lovísa. 

Svo það er ekki mikið fyr­ir ferðamenn að sjá á gossvæðinu?

„Í raun­inni ekki, nema bara hraunjaðar­inn. Það hef­ur verið að sjást glóð í gígn­um á nótt­unni ef fólk er að fara þá, þá er hægt að sjá eitt­hvað smá­veg­is,“ seg­ir Lovísa. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert