Símamótið haldið hátíðlegt í 37. sinn í Kópavogi

mbl.is/Arnþór Birkisson

Símamótið hófst í gær þar sem 5., 6. og 7. flokkur stúlkna í knattspyrnu keppast við. Um þrjú þúsund keppendur, á aldrinum 8 til 12 ára, taka þátt.

Mótið hófst í gær með skrúðgöngu allra keppnisliða sem lagði af stað frá Smárahvammsvelli að Kópavogsvelli. Þar var mótið sett með ávarpi frá tónlistarkonunni Bríeti. Búast má við mikilli gleði á mótinu í ár, en það stendur yfir til sunnudags.

Þetta er í 37. skipti sem mótið er haldið, en samkomutakmarkanir settu svip sinn á mótið í fyrra. Kórónuveirufaraldurinn setur þó svip sinn á mótið í ár en 32 stúlk­ur í fimmta og sjötta flokki KR í fót­bolta geta ekki tekið þátt vegna þess að ein stúlka í hópn­um greind­ist með Covid í gær.

Þrátt fyr­ir allt bera stelp­urn­ar sig vel að sögn þjálfara. „Þetta er frá­bær hóp­ur sem ég er með í hönd­un­um, þær eru ótrú­lega já­kvæðar og sam­heldn­ar og tækla þetta eins og annað,“ segir Íunn Eir Gunn­ars­dótt­ir, þjálf­ari stúlkn­anna. 

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert