Rætt um sameiningu á Skaga

Halldór Gunnar Ólafsson oddviti á Skagaströnd.
Halldór Gunnar Ólafsson oddviti á Skagaströnd.

Sameining sveitarfélaganna Skagastrandar og Skagabyggðar er nú til skoðunar og fara fram viðræður þess efnis milli fulltrúa sveitarfélaganna. Samtals búa um 570 í sveitarfélögunum tveimur.

„Áhuginn á sameiningu hér á Skaga er til staðar og ávinningurinn ætti að blasa við,“ segir Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar. Hann telur mikilvægt, verði af sameiningunni, að farið verði í markaðsstarf til að kynna kosti búsetu í dreifbýlinu.

Í síðasta mánuði höfnuðu íbúar þessara sveitarfélaga sameiningu þeirra, auk Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert