Vegagerðin hefur hætt við að flýta lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði. Hafist var handa í október í fyrra.
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu, segir ljóst að framkvæmdirnar séu á áætlun, en að þær séu einfaldlega ekki að ganga nægilega hratt.
Hún segir að staðið hafi til að flýta framkvæmdum en að Vegagerðin hafi fallið frá þeim áformum sökum þess að samgönguáætlun hafi ekki verið fjármögnuð þegar Alþingi samþykkti hana og að ósamræmi sé milli fjármálaáætlunar og samgönguáætlunar. „Milli þessara áætlana er, fyrir næstu þrjú ár, 4,5 milljarða gat,“ segir Sigríður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.