Vilja leiðrétta kynjahallann

Sumarbúðirnar eru haldnar í samstarfi við Háskóla Íslands.
Sumarbúðirnar eru haldnar í samstarfi við Háskóla Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Dagana 9. til 13. ágúst verða í fyrsta sinn haldnar sumarnámsbúðirnar Stelpur diffra, en þær eru hugsaðar fyrir áhugasamar stelpur og kynsegin krakka sem lokið hafa fyrsta ári í framhaldsskóla.

Í búðunum verður farið yfir ýmiss konar stærðfræði umfram það sem kennt er í skólum og samhliða lögð áhersla á jafnréttisfræðslu og sjálfstyrkingu. Námsbúðirnar eru haldnar í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Markmiðið með búðunum er að búa til öruggt rými þar sem kafað er ofan í fræðandi efni. Með verkefninu er vonast til að leiðrétta kynjahalla í stærðfræði- og raungreinum sem birtist oft fyrst á unglingsárunum. Búðunum er einnig ætlað að styrkja sjálfstraust stelpna. „Þessar búðir eru fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri og eru til þess að reyna að vinna á kynjahallanum sem myndast í stærðfræði á hærra stigi, sem byrjar oft í framhaldsskóla,“ segir Nanna Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra námskeiðsins, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert