Allt sem flýgur haldin á Helluflugvelli

Ljósmynd/Aðsend

Flughátíðin Allt sem flýgur er nú haldin á Helluflugvelli. Fjölmargir gestir eru á svæðinu en Íslandsmót í flugi hefur verið í gangi alla vikuna. Keppt er í vélflugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi.

Kanadíski listflugsmaðurinn Luke Penner.
Kanadíski listflugsmaðurinn Luke Penner. Ljósmynd/Aðsend

Hápunktur hátíðarinnar er í dag en samfelld flugsýning verður frá klukkan 12-18 þar sem flugvélar af öllum gerðum taka á loft, lenda og sýna listir sínar yfir svæðinu. Meðal gesta verður kanadíski listflugsmaðurinn Luke Penner sem hefur unnið til fjölda verðlauna mun meðal annars sýna listir sýnar.

Þá er tveggjahreyfla sjóflugvél komin til landsins frá Seattle og verður til sýnis. Gestum hátíðarinnar kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðildarfélaga Flugmálafélagsins. 

Sjóflugvélin kom til landsins frá Seattle.
Sjóflugvélin kom til landsins frá Seattle. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert