Hjólreiðakeppnin Kia Gullhringurinn hefst í dag og verða keppendur ræstir út síðdegis frá nýja miðbænum á Selfossi. Frá keppninni verður sýnt hér á mbl.is en einnig á 15 fermetra risaskjá í nýja miðbænum.
Sigurður Karl Guðgeirson og Ása Guðný Ásgeirsdóttir lýsa keppninni í beinni útsendingu.
Keppnin er einn hápunkta hjólreiðasumarsins á Íslandi, allra reyndustu keppendurnir hjóla um 96 kílómetra langa leið og hefst sú keppni um klukkan 18 í kvöld.
Einnig verða í boði keppnir um styttri leiðir, allt niður í 12 kílómetra leið fyrir fjölskyldur og barnafólk.