Fyrsta gleðigangan haldin í Borgarnesi

Ljósmynd/Aðsend

„Þetta hefur farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Guðrún Stein­unn Guðbrands­dótt­ir, formaður Hinseg­in Vest­ur­lands, en Hinseg­inhátið Vest­ur­lands í Borg­ar­nesi stendur nú yfir. Hátíðin hófst í gær með stofn­un­ar­hátíð félagsins. 

Í dag var efnt til fyrstu gleðigöngunnar sem haldin hefur verið í bænum eft­ir aðal­götunni. Eins og sjá má á myndum var mikil gleði og fjör í göngunni sem heppnaðist einstaklega vel að sögn Guðrúnar. „Það er búið að vera geggjað veður og miklu fleira fólk tekið þátt en við bjuggumst við,“ segir Guðrún og bætir við að dagurinn hafi verið frábær í alla staði. 

Ljósmynd/Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir
Ljósmynd/Aðsend

Eftir gönguna er boðið upp á skemmtidagskrá í Dalhallanum, á Kveldúlfsvelli og í Skallagrímsgarði en kynnar eru þær Ingileif og María Rut frá Hinseginleikanum. Í boði verða hoppkastalar, leikhópurinn Lotta kemur fram og margt fleira.

Deginum lýkur í kvöld á Hjálmakletti þar sem Páll Óskar heldur ball. Hinsegin dögum í Borgarnesi lýkur síðan á morgun með fjölskyldu- og regnbogamessu í Borgarneskirkju.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert