„Gríðarlegur fjöldi farþega í dag“

43 vélar að lenda á Keflavíkurflugvelli í dag.
43 vélar að lenda á Keflavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Kristján Þór Árnason

„Það var gríðarlegur fjöldi farþega sem kom í dag og margar vélar sem komu með stuttu millibili,“ segir Arn­grímur Guð­munds­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn lög­reglunnar á Suður­nesjum í samtali við mbl.is. 

Í farangursafgreiðslu vallarins myndaðist töluverð örtröð í dag og segir Arngrímur að vegna fjölda farþega hafi óhjákvæmilega myndast raðir sem voru þó afgreiddar fljótt. Samkvæmt áætlun eiga 43 vélar að lenda á Keflavíkurflugvelli í dag bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum. 

„Lögreglan þarf að hitta alla farþega við komu og staðfesta þau gögn sem þeir hafa meðferðis. Þá annað hvort staðfesting á bólusetningu gegn Covid-19 eða vottorð fyrir mótefni. Hins vegar þurfum við líka að taka á móti þeim sem hafa einungis fengið fyrri sprautu eða eru óbólusettir og fara þá í sýnatöku og sóttkví.“

Arngrímur segir að í þessu felist talsvert mikil vinna og lögreglan hafi takmarkaða afkastagetu. „Í dag var hún á grensunni.“

Munu þið auka starfskraft á næstu dögum?

„Við fylgjumst með fjölgun farþega og reynum að bregðast við eins og hægt er. Bæði aðstaða og fjöldi gátstaða fyrir vottorð er takmarkað.“

mbl.is/Kristján Þór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert