Í áhættu vegna stjórnmálalegra tengsla

Þingmenn og varaþingmenn eru meðal þeirra sem eru á listanum.
Þingmenn og varaþingmenn eru meðal þeirra sem eru á listanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Creditinfo hf. hefur undanfarið sent hópi manna tilkynningu um fyrirhugaða skráningu þeirra á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla.

Listinn er gerður til að mæta kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (140/2018).

Sigríður Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo, sagði að lögin leggi tilkyningarskyldum aðilum þær skyldur á herðar að halda utan um hverjir tilheyri þessum hópi á hverjum tíma. Tilkynningarskyldir aðilar eru t.d. fjármálafyrirtæki, endurskoðendur, lögmenn og fasteignasalar. Lögum samkvæmt er þeim skylt að áhættumeta viðskipti einstaklinga sem teljast vera í aðstöðu umfram aðra til að geta þvætt peninga. Þetta á m.a. við um lánveitingar, fasteignaviðskipti og fleira.

„Þetta er byggt á Evrópureglugerð sem var innleidd í íslenskan rétt. Það var mikið fjallað um peningaþvættislöggjöfina þegar við vorum á „gráa listanum,“ og alþjóðleg yfirvöld töldu að við hefðum ekki sinnt þessum málum nógu vel,“ segir Sigríður Laufey í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert