Lægri hámarkshraði og göngugata

Til stendur að lækka hámarkshraða á Fjallkonuvegi í Foldahverfi niður …
Til stendur að lækka hámarkshraða á Fjallkonuvegi í Foldahverfi niður í 30 km/klst. mbl.is/Unnur Karen

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni tillögu skrrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnuðar um fyrsta áfanga innleiðingar hámarkshraðaáætlunar.

Í henni felst að hámarkshraði verður lækkaður í 40 km á klukkustund á þremur vegarköflum í borginni og í 30 km á 17 vegarköflum.

Í tillögunni kemur fram að lögð sé áhersla á, við þennan fyrsta áfanga, að byrja á götum þar sem börn eru á leið til eða frá skóla eða frístundum sem og götur þar sem að fjöldi vegfarenda er mikill.

Á þremur vegarköflum verður hámarkshraði færður niður í 40 km/klst. Það eru Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu. Fjallkonuvegur milli Gullinbrúar og Frostafoldar og einnig milli Jöklafoldar og Hallsvegar.

Á sautján vegarköflum verður hámarkshraðinn 30 km/klst. Til dæmis á Snorrabraut, hluta Borgartúns, stórum köflum í Laugardal, auk stöku vega í efri byggðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert