Nýr sendiherra Japans á Íslandi, Ryotaro Suzuki, heimsótti gosstöðvarnar í Geldingadölum í dag. Hann segir að rok á svæðinu hafi verið svo mikið að hann hafi verið nærri því að fjúka í burtu.
Frá þessu greinir Suzuki á Twitter þar sem hann hefur vakið mikla lukku frá því að hann tók við embætti í síðasta mánuði.
Just to say that I have been there..The wind was so strong, I got nearly blown away !! pic.twitter.com/WZGemoKOFC
— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 10, 2021
Suzuki greindi frá því á Twitter á föstudag að hann hygðist fara á gosstöðvarnar, en færsluna skrifaði hann að hluta til á íslensku.
Ég æla að fara í fagradalsfjäl. Wish me good luck, my friends. I hope the weather will be fine..https://t.co/gbBgSLmdG6
— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 9, 2021
Þá hefur Suzuki m.a. hitt Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á fyrstu vikum embættistíðar sinnar. Í færslu af því tilefni sagði sendiherrann Bjarna afar myndarlegan og hávaxinn. „Að standa við hlið hans lætur mig líta út fyrir að vera lítill,“ skrifar hann.
Suzuki hefur auk þess fundað með sendiherra Bretlands á Íslandi, Ólafi Ragnari Grímssyni, Guðna Th. Jóhannessyni og Stefáni Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan, ásamt því að hafa mætt á götugrill, en fataval fyrir grillið vafðist aðeins fyrir sendiherranum.
We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...
— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021
The pleasure was all mine @SUZUKIRyotaro1, and you’re not too bad yourself! https://t.co/CdNVQCsFwA
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) July 7, 2021