Skaðvaldar herja á tré

Birkikemban fer afar illa með laufblöðin á birkitrjám.
Birkikemban fer afar illa með laufblöðin á birkitrjám. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rannsóknarsvið Skógræktarinnar óskar nú eftir aðstoð almennings við að líta eftir skaðvöldum á trjám og runnum um allt land. Þá er sérstaklega verið að líta eftir uppétnum laufum á trjám.

Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur hjá Skógræktinni, segir birkikembu, birkiþélu og asparglyttu vera helstu skaðvaldana. Brynja segir að asparglyttan sé skæðust nú í ár, en hún leggst á aspir og víðitegundir.

„Asparglyttan étur yfir allt sumarið, bæði fullorðna dýrið og lirfurnar. Hún fer verr með víðitegundir og eins og staðan er núna er mikið af gulvíði að drepast vegna glyttunnar. Ég hef áhyggjur af þessu eins og staðan er núna,“ segir Brynja. Brynja segir Skógræktina óska eftir aðstoð almennings vegna þess að ómögulegt sé fyrir starfsfólk að fara um allt landið sjálf og fylgjast með þessu. ´

„Við höfum mest fengið sent frá samstarfsaðilum í skógrækt, en jú eitthvað frá almenningi,“ segir Brynja í Morgunblaðinu í dag. Hún bendir einnig á að með skrásetningu og söfnun gagna sé síðan hægt að bera saman við hitatölur til dæmis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert