„Þetta er ekkert búið“

Eldgosið á Reykjanesi.
Eldgosið á Reykjanesi. mbl.is/Árni Sæberg

Full virkni er nú í eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um, en gosóró­inn hafði verið í dvala frá því seint á mánu­dag þangað til gosið tók við sér í gær­kvöldi. 

Bjarki Kaldalóns Fri­is hjá Veður­stofu Íslands seg­ir að tölu­verð þoka hafi verið á gossvæðinu og mis­mikið sést til goss­ins í vef­mynda­vél­um. 

„Óró­inn jókst aft­ur seint í gær­kvöldi og í nótt og hef­ur haldið áfram í dag. Það er mallandi gos hérna uppi og óró­inn er uppi í u.þ.b. tíu mín­út­ur, dett­ur síðan aft­ur í stutt­an tíma og fer svo upp aft­ur. Það er ákveðinn púls í þessu. Á meðan hann er uppi renn­ur mikið hraun upp úr gígn­um og það renn­ur svo að mestu niður í Mera­dali. Þetta er ekk­ert búið,“ seg­ir Bjarki. 

Bjarki seg­ir erfitt að spá um hvort gosið eigi eft­ir að haga sér með sam­bæri­leg­um hætti og í dag þegar fram líða stund­ir. 

„Gosið er ekki búið að vera með sama hætti síðan þetta byrjaði; fyrst var mik­il hraun­virkni, svo kom stróka­virkni á tíma­bili og síðan varð þetta meira mallandi út um allt. Svo hef­ur auðvitað verið frek­ar ró­legt síðustu fimm daga og nú er kom­in aft­ur full virkni. Við þurf­um bara að sjá hvernig þetta þró­ast, þetta er alla­vega ekki búið,“ seg­ir Bjarki. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert