Vilja fella niður ákæru gegn Assange

Julian Assange.
Julian Assange. AFP

Tíu þingmenn úr fimm stjórnmálaflokkum hafa sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange.

Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað Bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar.

Assange er í haldi í Bretlandi að beiðni bandarískra stjórnvalda. Hann hafði áður dvalið í sendiráði Ekvador í Lundúnum frá 2012 og naut þar verndar. Í yfirlýsingu þingmannanna er bent á að Assange hefur síðustu tvö ár „setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarshfangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert