Eldur kviknaði á Grettisgötu síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um minniháttar eld að ræða.
Eldurinn kviknaði í rusli í gömlu húsi sem brann fyrir nokkrum árum síðan, á bak við BSRB-húsið svonefnda. „Það hefur verið eitthvert dót þar sem hefur verið að brenna og kom einhver reykur af,“ segir varðstjóri.
Dagurinn hefur verið annasamur hjá slökkviliðum á suðvesturhorninu í dag að sögn varðstjóra og mikið um minniháttar verkefni.