Þingmenn minnast Þórunnar Egilsdóttur

Sigurður Ingi Jóhannsson og Þórunn Egilsdóttir saman á góðri stundu.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Þórunn Egilsdóttir saman á góðri stundu. mbl.is/Sigurður Bogi

Þórunnar Egilsdóttur þingkonu er minnst sem leiðtoga, staðfastrar konu sem hafði húmorinn að leiðarljósi við sín störf. Þórunn lést í fyrrakvöld eftir baráttu við krabbamein. 

Þórunn Egilsdóttir var einn þeirra stjórnmálamanna sem teljast til héraðshöfðingja. Hún var öflugur talsmaður sinna hugsjóna og sinna kjósenda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og flokksbróðir Þórunnar, í færslu á facebook. 

Hafði mikinn húmor

Ekki eru aðeins flokkssystkini Þórunnar sem minnast hennar, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra úr Sjálfstæðisflokki, segir í færslu á facebooksíðu sinni að hún hafi haft húmorinn að leiðarljósi. 

„Þórunn kom til dyranna eins og hún var klædd. Fannst látalæti óþarfi en húmor mjög mikilvægur. Hún var fyndin, klár, góður samstarfsfélagi, heilsteypt og hlý.

Það segir Halla Signý Kristjánsdóttir, flokkssystir Þórunnar og þingkona, einnig. Hún segir að þakklæti hafi verið henni efst í huga þegar hún frétti af andláti vinkonu sinnar. 

„Það var gott og öruggt að fylgja og njóta leiðsagnar hennar sem þingflokksformanns þegar ég settist á þing. Þó var best að hlæja með henni og njóta vinskapar sem var sannur.

Þórunn var vel gefin og stór kona með hugsjónir og húmor. Hún bar af og naut virðingar við sín störf, alltaf á vaktinni, alltaf til staðar og gat leitt saman ólík sjónarmið. Því er ég þakklát að fá að tipla með henni stíginn um stund,“ segir Halla. 
Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir saman á fundi á …
Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir saman á fundi á Húsavík vorið 2014. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert