Úrslit í KIA Gullhringnum

KIA Gullhringurinn, stærsta hjólreiðakeppni á Íslandi, fór fram í gær.
KIA Gullhringurinn, stærsta hjólreiðakeppni á Íslandi, fór fram í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

KIA Gullhringnum, stærstu hjólreiðakeppni landsins, lauk í gær á Selfossi. Alls voru 550 þátttakendur skráðir til leiks. Sýnt var beint frá keppninni á mbl.is.

Mikil eftirvænting var bæði hjá þátttakendum, bæjarbúum og skipuleggjendum, að því er segir í fréttatilkynningu, en hátíðin var ræst í nýjum miðbæ á Selfossi sem opnar fyrsta áfanga sinn fyrir gestum sömu helgi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræsti afreksflokkinn en hann hjólaði sjálfur í fjölskylduvegalengd hátíðarinnar. 

Úrslit keppninnar urðu eftirfarandi:

Æringjar, keppendur eru á aldrinum 12-16 ára: 12 km leið

Hjalti Geir Jónsson
Hrafnkell Steinarr Ingvason
Viðar Ingi Ragnarsson

Ljósmynd/Mummi Lú

Gaulverjar (B-flokkur): 43 km leið

Í karlaflokki:
Kjartan Helgason 01:10:41.51
Jón Gunnar Kristjánsson 01:11:04.32
Árni Stefánsson 01:11:07.74

Í kvennaflokki:
Diljá Hilmarsdóttir 01:13:58.55
Bryndís Hallsdóttir 01:19:50.95
Fanney Jónsdóttir 01:20:20.50

Ljósmynd/Mummi Lú


Villingar (A flokkur): 56 km leið

Í karlaflokki:
Einar Júlíusson 01:31:41.68
Stefán Geir Árnason 01:31:42.27
Guðmundur Martinsson 01:31:43.49

Í kvennaflokki:
Júlía Oddsdóttir 01:40:33.73
Harpa Mjöll Hermannsdóttir 01:40:41.06
Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir 01:43:48.03

Ljósmynd/Mummi Lú

Flóabardaginn (Elite-flokkur): 96 km leið

Í karlaflokki:
Þorsteinn Bárðarson 02:19:57.95
Thomas Skov Jensen 02:20:04.32
Bjarki Sigurjonsson 02:20:02.57

Í kvennaflokki:
Íris Ósk Hjaltadóttir 02.40.53.83
Kristrún Lilja Daðadóttir 02.40.54.47

Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert