Allt að 28 m/s í hviðum á Snæfellsnesi

Varasamt verður fyrir ökutæki með aftanívagna að vera á ferðinni …
Varasamt verður fyrir ökutæki með aftanívagna að vera á ferðinni á norðanverðu Snæfellsnesi á morgun þar sem hviður geta farið upp í 28 m/s. mbl.is/Sigurður Bogi

Lægð milli Græn­lands og Íslands stjórn­ar veðrinu á land­inu næsta daga þar sem suðvest­læg­ar vindátt­ir ráða, að því er seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Í dag fara skil með rign­ingu yfir vest­ur­hluta lands­ins og þeim fylgja skúra­veður í kvöld og næst­kom­andi daga. Fyr­ir aust­an er hins veg­ar áfram­hald­andi blíða í kort­un­um. Hiti 10 til 21 stig, hlýj­ast norðaust­an­lands.

Á morg­un geng­ur í suðaustanátt, 8-15 m/​s á vest­an­verðu á land­inu. Hvass­ast verður við fjöll og þar má bú­ast við var­huga­verðum vind­hviðum, einkum á norðan­verðu Snæ­fellsnesi þar sem hviður geta náð 28 m/​s. Vara­samt verður fyr­ir öku­tæki með aft­anívagna að vera á ferðinni.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert