Barn missti meðvitund í sundlaug

Barnið var flutt á Landspítalann til aðhlynningar. Myndin er úr …
Barnið var flutt á Landspítalann til aðhlynningar. Myndin er úr safni. mbl.is/Jón Pétur

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í gær barn á sjúkrahús í Reykjavík sem hafði fest sig í stiga í sundlauginni á Flúðum, en barnið hafði misst meðvitund. 

Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi. 

Lögreglan segir jafnframt, að nærstaddir hafi með snarræði náð að losa barnið og með skyndihjálparkunnáttu sinni að náð koma því til meðvitundar á ný.  

Barnið er nú á sjúkrahúsi en upplýsingar um líðan þess liggja ekki fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert