Eftirsóknarverð staða

Víða vantar fólk til starfa um þessar mundir, svo sem …
Víða vantar fólk til starfa um þessar mundir, svo sem vegna ýmissa verklegra framkvæmda. Frá gangstígagerð á Selfossi um helgina þar sem nýr miðbær var opnaður. mbl.is/Sigurður Bogi

Staðan í efna­hags­líf­inu dag er um margt eft­ir­sókn­ar­verð og henni meg­um við ekki tapa. Efna­hags­mál­in hljóta því að verða áherslu­atriði í kosn­inga­bar­áttu hausts­ins. Þetta seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins segir að efnahagsbatinn verði …
Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins seg­ir að efna­hags­bat­inn verði hraður. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Víða upp­bygg­ing

Full­trú­ar sam­tak­anna hafa að und­an­förnu tekið hús á at­vinnu­rek­end­um víða um land og kynnt sér stöðuna. „Fyr­ir­tæk­in hafa flest fengið byr í segl­in og þau verða, að því er virðist, fljót úr al­gjörri kyrr­stöðu í eðli­legt ástand,“ seg­ir Hall­dór. Víða séu stór upp­bygg­ing­ar­verk­efni og fjár­fest­ing­ar. Á veg­um sveit­ar­fé­laga sé víða unnið að um­hverf­is­bót­um og innviðagerð. Í ferðaþjón­ustu er margt í gangi og sama megi segja um sjáv­ar­út­veg og sprot­ana þar. Í upp­sveifl­unni nú vanti víða fólk til starfa.

„Að und­an­förnu höf­um við heyrt frá stjórn­end­um fyr­ir­tækja, svo sem í sjáv­ar­út­vegi, versl­un og þjón­ustu og ferðaþjón­ustu, sem segja að þrátt fyr­ir tals­vert at­vinnu­leysi gangi illa að fá fólk til vinnu. Slíkt geng­ur ekki. Íslenski hugs­un­ar­hátt­ur­inn er sá að við eig­um að taka þeirri vinnu sem býðst hverju sinni. Ef þau viðhorf eru breytt þarfn­ast það umræðu, ekki bara í at­vinnu­líf­inu, verka­lýðshreyf­ingu og stjórn­mál­un­um, held­ur við eld­hús­borðið á öll­um heim­il­um lands­ins,“ seg­ir Hall­dór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert