Landamæraeftirlit gekk töluvert betur í gær en á laugardeginum að sögn Arngríms Guðmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Hann segir að flugvélar hafi komið jafnt og þétt í gær sem hafi komið í veg fyrir langar raðir og tafir eins og raunin var á laugardeginum.
„Helgarnar eru yfirleitt langstærstar, annars eru allir dagar hjá okkur stórir um þessar mundir. Það munu aftur koma stórir dagar svo það munu aftur myndast langar biðraðir eins og var á laugardag,“ segir Arngrímur í samtali við Morgunblaðið.