Bændur í Flóa og á Skeiðum á Suðurlandi byrjuðu um helgina að flytja fé á fjall. Slíkt er jafnan gert í júlíbyrjun þegar afréttur er orðinn góður, grænn og grösugur. Um helgina var farið með um 200 fjár frá bænum Syðra-Velli í Flóa í þessa sumarhaga.
Féð var flutt á vögnum að hálendisbrúninni innst í Þjórsárdal, þar sem ærnar voru fyrst settar í gerði til að lemba sig; það er að finna afkvæmi sín. Eftir það tóku ær og lömb sprettinn til fjalla. Í septemberbyrjun er svo farið á fjall og Reykjaréttir á Skeiðum verða 11. september.