Auka skammtur til skoðunar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki kom­in á þann stað ennþá hér en auðvitað er þetta alltaf til skoðunar,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í sam­tali við mbl.is, spurður hvort að þriðji skammt­ur­inn á Pfizer-bólu­efn­inu verði í boði fyr­ir lands­menn. 

Ísra­el­ar greindu frá því í gær að þeir myndu bjóða viðkvæm­um hóp­um þriðja skammt­inn af bólu­efni Pfizer/​​Bi­oNTech gegn Covid-19 frá og með deg­in­um í gær. Þá áætla for­svars­menn Pfizer að sækja um leyfi fyr­ir þriðja skammti af bólu­efn­inu hjá banda­ríska lyfja- og mat­væla­eft­ir­lit­inu (FDA) og evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni síðar í sum­ar. 

„Þetta er sér­stak­lega til skoðunar hér fyr­ir þá sem hafa und­ir­liggj­andi ónæm­is­vanda­mál og hafa kannski ekki svarað bólu­setn­ing­unni nægi­lega vel,“ seg­ir Þórólf­ur og nefn­ir einnig þá sem hafa fengið Jans­sen-bólu­efnið. 

„Það er mögu­legt að þeim verði boðin önn­ur bólu­setn­ing en það yrði senni­lega ekki fyrr en í ág­úst.“

Bólusetning í Laugardalshöll.
Bólu­setn­ing í Laug­ar­dals­höll. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Veld­ur meiri auka­verk­un­um að blanda bólu­efn­um

Rúm­lega helm­ing­ur þeirra sem hafa fengið bólu­setn­ingu hafa fengið Pfizer. Spurður hvort að betra hefði verið að hafa meiri fjöl­breytni í úr­vali bólu­efna seg­ir Þórólf­ur það ekki endi­lega vera. 

„Það er hægt að nota bólu­efn­in á mis­mun­andi máta. Það er hægt að gefa sömu bólu­efn­in, sem er yf­ir­leitt lögð áhersla á, en það er líka hægt að blanda bólu­efn­un­um. Það hef­ur þó sýnt sig að það veld­ur kannski meiri auka­verk­un­um að gera það. Það er að segja væg­ar auka­verk­an­ir svo sem hita, bein­verki og því um líku. Við reyn­um eins og hægt er að nota sömu bólu­efn­in en stund­um gæti verið kost­ur að blanda því, það þarf að skoða það sér­stak­lega.“

Náum aldrei 100% þátt­töku

Búið er að bólu­setja tæp­lega 90% þeirra sem eru 16 ára og eldri hér­lend­is og seg­ir Þórólf­ur þann ár­ang­ur vera mjög góðan. „Við mun­um aldrei ná 100% bólu­setn­ingu. Við höf­um náð mjög góðri þátt­töku hjá þeim sem við ætluðum að bólu­setja en það er nátt­úru­lega hóp­ur sem er óbólu­sett­ur svo sem börn, yngra fólk og fólk sem get­ur kannski ekki fengið bólu­efni.“

Er eitt­hvað reynt að ná sér­stak­lega til þeirra sem vilja ekki fá bólu­setn­ingu?

„Nei, við erum ekki að elta þá neitt sér­stak­lega uppi. Við höf­um bara komið þess­um al­mennu boðum út. Við vit­um ekki með þá sem hafa ekki mætt hvort þeir eru hrein­lega ekki á land­inu eða hvort það séu aðrar ástæður fyr­ir því að þeir komi ekki.“

„Þurf­um að liggja með eitt­hvað af bólu­efni hér inni“

Spurður hvort að Íslend­ing­ar muni nú leggj­ast í að senda bólu­efni til þró­un­ar­ríkja seg­ir Þórólf­ur þá ákvörðun liggja hjá heil­brigðisráðherra. 

„Við mun­um þurfa að eiga bólu­efni hér áfram til að bólu­setja, kannski í þriðju bólu­setn­ingu hjá þeim sem það þurfa og kannski í bólu­setn­ingu tvö eft­ir Jans­sen. Einnig ef við ætl­um að fara bjóða fleiri börn­um eldri en tólf ára bólu­setn­ingu. Þannig að við þurf­um að liggja með eitt­hvað af bólu­efni hér inni,“ seg­ir Þórólf­ur og bæt­ir við að það sé svo verk­efni ráðuneyt­is­ins sem sér um samn­inga á bólu­efn­inu að ákveða hvað eigi að gera við það bólu­efni sem verður ekki notað.

Þórólf­ur seg­ir far­veg vera fyr­ir það en Ísland er í alþjóðlega bólu­setn­ing­ar­sam­starf­inu CO­VAX. 

Tíu af hverri millj­ón

mbl.is greindi frá því í gær að Mat­væla- og lyfja­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna telji aukna hættu á sjald­gæf­um tauga­sjúk­dómi hjá þeim sem fengið hafa Jans­sen-bólu­efnið.

„Eft­ir því sem er bólu­sett meira get­ur ým­is­legt farið að koma í ljós en þessi tengsl eru nátt­úru­lega af­skap­lega sjald­gjæf,“ seg­ir Þórólf­ur og nefn­ir að um tíu af hverri millj­ón sem eru bólu­sett­ir með Jans­sen hafi fengið sjúk­dóm­inn. „Þetta er gríðarlega sjald­gæft og miklu miklu sjald­gæfari auka­verk­un en sést eft­ir Covid sjúk­dóm­inn sjálf­an. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert