Brottfarir í júní sjöfalt fleiri en í sama mánuði í fyrra

Sjöfalt fleiri ferðamenn fóru frá landinu um Keflavíkurflugvöll í júní …
Sjöfalt fleiri ferðamenn fóru frá landinu um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama mánuð í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll ríflega 42 þúsund talsins í nýliðnum júnímánuði. Er það sjöföldun frá sama mánuði í fyrra, þegar brottfarir voru um sex þúsund.

Frá áramótum hafa tæplega 75 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi, sem er um 78% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 342 þúsund.

Langflestar brottfarir í júní má rekja til Bandaríkjamanna eða um helming. Þar á eftir fylgja brottfarir Pólverja (8,6% af heild), Þjóðverja (7,5% af heild), Breta (5,3% af heild) og Frakka (4,2% af heild). Brottfarir Íslendinga í júní voru um 13.500 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær ríflega fimm þúsund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert