Býðst til að borga allan lögfræðikostnað gegn Ingó

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, býðst til að greiða lögfræðikostnað þeirra sem kunna að verða lögsóttir af Ingólfi Þórarinssyni vegna ásakana í hans garð um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni.

Frá þessu greinir Haraldur á Twitter.

Haraldur hagnaðist mikið á sölu Ueno til Twitter fyrr á árinu og greiddi hann alla skatta af sölu fyrirtækisins á Íslandi þar sem hann sagðist vilja styðja við kerfið sem studdi hann.

Kærir til lögreglu

Fyrr í kvöld var greint frá því að Ingólfur hyggist leggja fram kæru til lögreglu á hendur þeim sem standa að baki nafnlausum frásögnum Öfga á samfélagsmiðlinum TikTok.

Þar að auki verða send út fimm kröfubréf til einstaklinga vegna ummæla þeirra á netinu. Þá hefur komið fram að þar á meðal séu blaðamenn og áhrifavaldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert