Farþegar geta ekki innritað sig sjálfvirkt

Innritunarferlið í Leifsstöð er ekki sjálfvirkt þar sem aðgangskröfur eru …
Innritunarferlið í Leifsstöð er ekki sjálfvirkt þar sem aðgangskröfur eru mismunandi eftir áfangastöðum og síbreytilegar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegar á leið sinni úr landi í gegnum flugstöð Leifs Eiríkssonar geta ekki innritað sig í flugið sjálfvirkt, hvort sem er á netinu eða í þar til gerðum innritunarvélum.

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Icelandair, segir unnið að lausnum.

„Vandinn liggur í því að aðgangskröfur eru mismunandi eftir áfangastöðum og síbreytilegar. Við erum skuldbundin til þess að fara yfir ákveðin heilbrigðisgögn áður en við hleypum fólki um borð.“

Birna segir ferlið einfaldlega ekki vera orðið sjálfvirkt, þ.e. að fólk geti hlaðið inn viðeigandi skjölum. Amadeus er bókunarkerfi sem Icelandair auk margra annarra flugfélaga notast við og segir Birna að þar sé verið að vinna að lausn og samkvæmt þeirra upplýsingum ætti hún að liggja fyrir seinni part ágústmánaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert