Ingó kærir til lögreglu og sendir út kröfubréf

Ingólfur Þórarinsson.
Ingólfur Þórarinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur ákveðið að leita réttar síns með aðstoð Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni.

Frá þessu greinir Ríkisútvarpið og kemur fram í umfjöllun þess að annars vegar verði lögð inn kæra til lögreglu á hendur þeim sem standa að baki nafnlausum frásögnum sem birtar voru á TikTok-reikningi hópsins Öfga.

Hins vegar verði send út fimm kröfubréf til einstaklinga vegna ummæla sem þeir létu falla á netinu. Ríkisútvarpið fullyrðir að á meðal þeirra séu blaðamenn og áhrifavaldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka