Af þeim flugfélögum sem fljúga til Kaupmannahafnar og London, tveggja vinsælla áfangastaða Íslendinga, býður Play lægstu flugfargjöldin.
Mest munar 265% á verði á flugi til London ef viðkomandi tekur eina handfarangurstösku með og enga innritaða tösku. Í þeim tilfellum eru ferðir Play ódýrastar en flug British Airways dýrast.
Ódýrasta far Play til London kostar rétt rúmar 15 þúsund krónur en far til Kaupmannahafnar kostar tæplega 29 þúsund krónur. Innifalið í því er einn persónulegur hlutur sem kemst undir sæti.