Rúmlega helmingur styður tillögur stjórnlagaráðs

Þeir sem kysu Pírata eða Samfylkingu ef kosið yrði til …
Þeir sem kysu Pírata eða Samfylkingu ef kosið yrði til Alþingis í dag eru líklegri en aðrir til að vilja breytingar á stjórnarskrá í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúm­lega helm­ing­ur svar­enda nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Gallup vill breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá Íslands í sam­ræmi við til­lög­ur stjórn­lagaráðs, eða nær 53%. Rúm­lega 18% vilja breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá en ekki þær sem stjórn­lagaráð lagði til. Rösk­lega 13% vilja að stjórn­ar­skrá­in hald­ist óbreytt og nær 16% segja eng­an af fyrr­nefnd­um kost­um lýsa skoðun sinni. 

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup. 78% svar­enda tóku af­stöðu en 22% kusu að svara ekki. 

Kjós­end­ur Viðreisn­ar vilja frek­ar aðrar breyt­ing­ar

Karl­ar vilja frek­ar en kon­ur að stjórn­ar­skrá­in hald­ist óbreytt og þeir vilja einnig frek­ar en kon­ur sjá aðrar breyt­ing­ar en þær sem stjórn­lagaráð lagði til. Fólk milli þrítugs og fer­tugs er lík­legra en þeir sem yngri eða eldri eru, til að vilja stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar í sam­ræmi við til­lög­ur stjórn­lagaráðs. Fólk yfir fer­tugu er hins veg­ar lík­legra en fólk und­ir fer­tugu til að vilja óbreytta stjórn­ar­skrá. 

Þeir sem kysu Pírata eða Sam­fylk­ingu ef kosið yrði til Alþing­is í dag eru lík­legri en aðrir til að vilja breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá í sam­ræmi við til­lög­ur stjórn­lagaráðs. Þeir sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn eða Viðreisn eru aft­ur á móti lík­legri en aðrir til að vilja breyt­ing­ar aðrar en þær sem stjórn­lagaráð lagði til. Loks eru þeir sem kysu Miðflokk­inn lík­leg­ast­ir til að vilja óbreytta stjórn­ar­skrá en þar á eft­ir koma þeir sem kysu Sjálf­stæðis­flokk­inn og þá þeir sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Niður­stöðurn­ar eru byggðar net­könn­un sem gerð var dag­ana 18.-28. júní 2021. Þátt­töku­hlut­fall var 53,3%, úr­taks­stærð 1.626 ein­stak­ling­ar 18 ára eða eldri af öllu land­inu vald­ir af handa­hófi úr Viðhorfa­hópi Gallup.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka