Samningur um sóttkvíarhótel rennur út um mánaðamót

Fosshótel Reykjavík hefur verið eitt af sóttkvíarhótelunum.
Fosshótel Reykjavík hefur verið eitt af sóttkvíarhótelunum. mbl.is/Árni Sæberg

Samið hefur verið um afnot af sóttkvíarhótelum til loka júlí. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra á réttindasviði Sjúkratrygginga Íslands.

Ingibjörg segir að á þessu stigi liggi ekki fyrir hvort óskað verði eftir framlengingu á gildandi samningum. 

Ingibjörg bendir þó á að núverandi reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19 gildi til 15. ágúst. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem geta ekki sýnt fram á gildu vottorði um bólusetningu gegn COVID-19 um afstaðna COVID-19 sýkingu að fara í tvær PCR-sýnatökur og fimm daga sóttkví þar á milli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert