Sendiherrar og fulltrúar fluttir til

Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg.
Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi 1. ágúst. 

Þórir Ibsen tekur við af Gunnari Snorra Gunnarssyni sem sendiherra í Peking og kemur Gunnar til starfa í ráðuneytið.

Hlynur Guðjónsson hefur gegnt stöðu aðalræðismanns í New York en mun taka við af Pétri Ásgrímssyni sem sendiherra í Ottawa. Pétur mun starfa í ráðuneytinu en Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, mun fylla í skarð Hlyns sem aðalræðismaður í New York.

Guðni Bragason tók við embætti sendiherra í Nýju-Delí á Indlandi þann 1.júlí. Kistín A. Árnadóttir tók við af honum sem fastafulltrúi í Vín mánuði áður. 

Fastafulltrúi í Róm verður Matthías G. Pálsson en hann leysir af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert